Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 11:03

Clarke eða Jiménez næstu fyrirliðar Ryder Cup liðs Evrópu?

Það eur ekki bara Bandaríkjamenn sem farnir eru að velta fyrir sér hverjir séu líklegir næstu fyrirliðar í liði Evrópu í Rydernum; Evrópumegin eru allskonar pælingar byrjaðar líka.

Tvö nöfn eru nefnd oftast í umræðunni Darren Clarke og Miguel Ángel Jiménez.

Darren Clarke og Miguel Angel Jiménez líklegustu Ryder bikars fyrirliðar Evrópu

Darren Clarke og Miguel Angel Jiménez líklegustu Ryder bikars fyrirliðar Evrópu

Clarke hefir lýst yfir að hann hafi áhuga á starfinu Jiménez hefir reynsluna m.a. sem fyrirliði  Evrópu í EvrAsíu bikarnum.Ryder Cup fyrirliðar Evrópu, sem hafa skilað álfunni sigri, þ.e. Paul McGinley, Jose Maria Olazabal og Colin Montgomerie, ásamt framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar George O’Grady og fulltrúa leikmanna koma til með að velja næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu sem kemur til með að leiða liðið á  Hazeltine National í Minnesota árið 2016.

Eins og staðan er núna lítur út fyrir að Thmas Björn gæti haft úrslitaatkvæðið um hver verði valinn, því mjög líklegt er að hann verði fulltrúi leikmanna.