Skrúður 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 09:00

GL: Ástvaldur og Sigurður Elvar sigruðu í Vatnsmótinu!

Vatnsmótið 2014 fór fram á Garðavelli í gær, sunnudaginn 28. september 2014.

Vatnsmótið sem er eitt elsta mót GL með sögu sína allt aftur til ársins 1970 stóð undir heiti sínu því fyrstu keppendurnir fóru út í mikilli rigningu og svo þegar á leið var hið besta golfveður sem lék við keppendur og kylfinga.  Mæting var með ágætum þar sem 43 kylfingar mættu til leiks.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf

1.sæti Ástvaldur Jóhannsson GL/NK, 35 punktar (betri á seinni níu holum)

2.sæti Guðjón Pétur Pétursson GL, 35 punktar

3.sæti Ísak Örn Elvarsson GL, 34 punktar

Höggleikur án forgjafar

1.sæti Sigurður Elvar Þórólfsson GL/GOT, 81 högg

Nándarverðlaun á par 3 holum

3.hola Hrafnhildur Sigurðardóttir GL, 1.97 m

18.hola Þórður Elíasson GL, 2.92 m

Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og kylfingum fyrir þátttökuna.  Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL.