Kristján Þór Einarsson, GKJ með fyrsta högg dagsins kl. 7:30 þ. 29. júní 2014 – daginn sem hann varð Íslandsmeistari í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 07:00

Nordea Tour: 3 íslenskir kylfingar hefja leik á úrtökumóti í Svíþjóð í dag

Þeir Kristján Þór Einarsson, GKJ; Pétur Pétursson, GKJ og Einar Haukur Óskarsson, Delsjö Golfklubb hefja í dag leik á úrtökumóti fyrir Nordea Tour í Ljunghusens golfklúbbnum í Svíþjóð.

Mótið fer fram 30. september – 1. október 2014 og þátttakendur eru 66.

Pétur á fyrsta rástíma kl. 9 að staðartíma (þ.e. kl. 8 á íslenskum tíma) og Einar Haukur fer næst út af Íslendingunum þ.e. kl. 10:10 (þ.e. kl. 9:10 að íslenskum tíma) og í lokin fer Kristján Þór út kl. 10:10 (þ.e. 9:10 að íslenskum tíma.  Þeir Pétur og Einar Haukur hefja leik af 1. teig en Kristján Þór á 10. teig.

Fylgjast má með gengi þeirra með því að SMELLA HÉR: