Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 22:00

Phil ofl. vilja Azinger sem næsta fyrirliða

Varla hafði síðasta púttið dottið í viðureign liðs Bandaríkjanna við lið Evrópu og sigur Evrópu í höfn 3. árið í röð (16 1/2 – 11 1/2) að farið er að spá í næsta fyrirliða bandaríska liðsins.

Billy Horschel, sem ekki hlaut náð fyrir augum fyrirliðans, Tom Watson nú í ár var fljótur að tvíta:

„Fyrirliði 2016 Fred Couples eða Paul Azinger!“

Phil Mickelson, sem talinn er öskureiður yfir að hafa ekki fengið að spila í gær (á laugardeginum) og var einn af fáum Bandaríkjamönnum, sem unnu leik sinn í dag sagði eftirfarandi:

„Við vorum með frábæra formúlu 2008.  Ég veit ekki af hverju við hættum við hana. Ég veit ekki hvers vegna við reynum ekki aftur við hana. Það sem (Azinger) gerði var virkilega gott og kannski við ættum að reyna að endurlifa eitthvað á borð við það.“

Í sama streng hefir m.a. Jason Dufner tekið, sem líka er einn þeirra sem vill Paul Azinger fyrir næsta fyrirliða Ryder bikars liðs Bandaríkjanna.