Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 15:20

Ryder Cup 2014: Aðeins vantar 1/2 stig núna þannig að Ryder bikarinn verði áfram í Evrópu

Það lítur allt út fyrir að Ryder bikarinn verði áfram í Evrópu! 🙂

Aðeins vantar 1/2 stig á þessari stundu (kl. 15:00) að svo verði.

Hetjur Evrópu í dag eru GMac, sem vann viðureign sína gegn Jordan Spieth.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy vann yfirburðarsigur á Rickie Fowler 5&4 – þannig að Norður-Írarnir voru að standa sig í dag.

Í 4. leiknum náði Justin Rose, sem á stóran þátt í sigri Evrópu verði hann að veruleika á næstu mínútum, hálfu stigi gegn Hunter Mahan í tvímenningi.

Þýska stálið Martin Kaymer vann síðan 5. leikinn þ.e. gegn Bubba Watson 4&2 og verður að segjast eins og er að Bubba er búinn að standa sig afleitlega í Ryder keppninni í ár!

Það sem var viljandi ekki verið að minnast á hér er 2. leikurinn þar sem Patrick Reed, sem búinn er að vera gulls ígildi fyrir Bandaríkin sigraði sjálfan Henrik Stenson 1&0 og 6. leikurinn þar sem Phil Mickelson, sem ekki fékk að spila í gær!!! sigraði nýliðann í liði Evrópu Stephen Gallacher, sem alls ekki er búinn að sýna í mótinu að hann verðskuldi val McGinley á sér! Í 7. leiknum vann Matt Kuchar,  ágætan sigur á Thomas Björn – þannig að Bandaríkjamenn krafsa í bakkann með 3 1/2 sigra sem kemur stigatölu þeirra í 9 1/2 og verða þeir nú að vinna ALLA leiki sem eftir er, en það er fátt sem lítur út fyrir að svo fari.

Það vantar bara 1/2 stig núna hjá Evrópu – hver færir Evrópu það? Allt er jafnt í 8. leik Garcia og Furyk og 9. leik Poulter og Simpson, Jamie Donaldson er yfir í leik sínum (þeim 10.) gegn Keegan Bradley og lítur bara út fyrir að það gæti verið dýrmætt stig Donaldson, sem innsiglar sigur Evrópu, í 11. leiknum er Jimmy Walker 2 yfir í leik sínum gegn Lee Westwood og allt er jafnt í 12. og lokaleik Dubuisson gegn Zach Johnson –  Bara 1/2 stig!!!  Verður það sigur Donaldson sem gulltryggir sigurinn? Við fáum svarið eftir nokkrar mínútur.

Fylgjast má með gangi mála á skortöflu Ryder Cup með því að SMELLA HÉR: