Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 13:53

Ryder Cup 2014: 6 ástæður fyrir að Bandaríkin sigra ekki í dag

Hér fara 6 ástæður að mati Golf Digest fyrir því að lið Bandaríkjanna nái ekki að snúa leiknum sér í vil og sigra í  Ryders bikarnum í kvöld.

Þessar ástæður eru eftirfarandi:

1. Það er ekkert „móment“ frá laugardeginum sem Bandaríkjamenn geta sótt krafta og hvatningu í fyrir daginn í dag líkt og lið Evrópu gerði eftir fjórmenningsleiki laugardagsins fyrir tveimur árum þegar Rory/Poulter og Donald/Garcia unnu leiki sína og gáfu liði Evrópu von.

2. ÖLLUM bandarísku leikmönnunum gengur illa – allt frá þeim reynslumesta Phil Mickelson til þess sem „rankaður“ er hæst á heimslistanum, Furyk.

3.  Tölfræðin er liði Evrópu í vil en lið Bandaríkjanna hefir aðeins sigrað 2 sinnum á sunnudagstvímenningunum í síðustu 6 Ryder bikarskeppnum.

4. Lið Bandaríkjanna hefir aðeins átt 2 comeback; 1949 og 1993.

5. Í síðasta skipti, sem lið Evrópu var 10-6 í forystu fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins vann það með miklum yfirburðum . Í K-Club á Írlandi 2006 vann lið Evrópu með 8 sigrum af 12 á sunndeginum  Sagan er því með liði Evrópu.

6. Flestir áhorfendur standa með Evrópu

Nú þegar klukkuna vantar 15 í 2 þá er GMac 1Up gegn Jordan Spieth eftir 14 spilaðar holur; Rory er 5Up gegn Rickie Fowler eftir 13 spilaðar holur og er sá leikur næstum unninn (þá vantar bara 3 stig í viðbót), Kaymer er 4 Up eftir 10 holur gegn Bubba Watson og loks er Donaldson 1 Up gegn Keegan Bradley.  Svo er eftir að sjá hvað Dubuison gerir en sem stendur er allt jafnt í hans leik g. Zach Johnson.   Það lítur á þessari stundu allt út fyrir sigur liðs Evrópu 3. árið í röð!!!

Fylgjast má með gangi mála með því að SMELLA HÉR: