Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2014 | 14:00

LET Access: Ólafía Þórunn lauk leik í 13. sæti!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR lauk leik í dag í fyrsta atvinnumannsmóti sínu, þ.e. á Open Generali de Strasbourg í Strasbourg, Frakklandi, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið var þriggja hringja og stóð dagana 25.-27. september.

Ólafía Þórunn lék á samtals 1 undir pari 215 höggum (70 71 74) og lauk leik  í 13. sæti í mótinu.

Í dag fékk Ólafía Þórunn 1 fugl og 3 skolla.  Glæsilegur árangur Ólafíu Þórunnar á 1. atvinnumannamóti hennar!

Til þess að sjá lokastöðuna á Open Generali de Strasbourg mótinu  SMELLIÐ HÉR: