Ólafur Björn komst áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina!!!
Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk keppni í dag, í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór í Hardelot, Frakklandi.
Ólafur Björn lék samtals á 1 undir pari, 283 högg (69 71 71 72).
Ólafur Björn hafnað í 19. sæti sem hann deildi með 4 öðrum.
Á facebook síðu sinni skrifaði Ólafur Björn um lokahring sinn og glæsilegt gengi í úrtökumótinu:
„Markmið vikunnar hefur verið náð! Ég er kominn áfram á 2. stig úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina. Ég lék á 72 (+1) höggum í dag og endaði mótið jafn í 19. sæti. Ég er í skýjunum með að komast yfir þennan þröskuld í fyrsta sinn. Það var frábært að hafa pabba á pokanum í mótinu og við fögnum þessu saman í dag. Ég fann vel fyrir spennunni í dag og þá sérstaklega eftir mótlæti á fyrstu holunum. Ég hitti 5 af fyrstu 6 flötunum í tilætluðum höggafjölda í dag en púttin neituðu að detta og var ég kominn 2 yfir par á þessum tíma. Ég sýndi þá mikinn karakter með að ná nokkrum góðum fuglum á næstu holum og setja mig í góða stöðu fyrir síðustu holurnar sem eru þær erfiðustu á vellinum. Ég hitti annars í heildina 15 flatir í tilætluðum höggafjölda á lokahringnum og þótt skorið hefði mátt vera lægra þá skiptir það engu máli, ég er á leiðinni til Spánar í nóvember á næsta stig. Takk kærlega fyrir allan stuðninginn!“
Til þess að sjá lokastöðuna í Hardelot SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
