Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tryggvi Valtýr Traustason – 26. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Tryggvi Valtýr Traustason. Tryggvi er fæddur 26. september 1962 og á því 52 árs afmæli í dag!!!

Tryggvi er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði.  Hann varð m.a. Íslandsmeistari 35+, árið  2011, í Kiðjaberginu og nú aftur í ár 2014 á Vestmannaeyjavelli!!!

En það eru aðeins tvö af fjölmörgum afrekum Trygga á sviði golfíþróttarinnar. Sem dæmi mætti nefna að Tryggvi varð klúbbmeistari GK 1983 og 1999. Hann varð klúbbmeistari GSE 2001 og Íslandsmeistari í sveitakeppni með GK 1988, 1989, 1991 og 1995. Tryggvi er kvæntur Kristínu Þorvaldsdóttur.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Neil Coles, 26. september 1934 (80 ára stórafmæli!!!);  Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði;  Robin Hood, 26. september 1964 (50 ára stórafmæli!!!); Fredrik Jacobson, 26. september 1974 (40 ára stórafmæli!!!);  Angela Oh, 26. september 1988 (26 ára) ….. og …..

Spanish Golf Options · 50 ára

 

Cowboys Issolive (46 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is