Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2014 | 13:23

LET Access: Gott gengi Ólafíu Þórunnar heldur áfram – var með glæsiörn og er meðal efstu e. 2. dag í Strasbourg

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR tekur þátt í fyrsta atvinnumannsmóti sínu, þ.e. á Open Generali de Strasbourg í Strasbourg, Frakklandi, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið er þriggja hringja og stendur dagana 25.-27. september. Skorið verður að venju niður eftir 2 hringi og þær sem ná gegnum niðurskurð fá að spila lokahringinn… Ólafía Þórunn er svo sannarlega þar á meðal og er hún búin að gera gott betur en það!

Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á samtals 3 undir pari 141 höggum (70 71) og er sem stendur í 6. sæti í mótinu, en sætistala hennar getur enn breyst vegna þess að nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum.

Í dag fékk Ólafía Þórunn glæsiörn á 13. holu Strasbourgarvallarins, en auk þess 2 fugla og 3 skolla.  Stórglæsilegur árangur þetta!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Open Generali de Strasbourg mótinu  SMELLIÐ HÉR: