Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2014 | 02:00

Ólafur Björn í 13. sæti fyrir lokahringinn

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi.

Í gær, á 3. mótsdegi, lék Ólafur Björn aftur á parinu og er því samtals búinn að spila á 2 undir pari, 211 höggum (69 71 71).

Á 3. hring fékk 6 fugla, 3 skolla og 1 skramba.

Ólafur Björn deilir sem stendur 13. sætinu með Englendingnum Toby Tree.

Á facebook síðu sinni skrifaði Ólafur Björn um 3. hring sinn í úrtökumótinu:

„Skrautlegur þriðji hringur að baki í Frakklandi, lék á 71 (E) höggi í dag. Það vantaði aðeins meiri ákveðni hjá mér á köflum og slæmu höggin voru of mörg. En eftir erfiða byrjun náði ég þó að koma mér í gang og gerði marga góða hluti, fékk til að mynda 5 fugla um miðbik hringsins. Það var dágóður vindur í dag og skorið því áfram í hærri kantinum. Ég stend í stað milli hringja og er í ágætum málum fyrir lokahringinn. Ég náði að vinna aðeins í mínum leik eftir hringinn áðan og mæti fullur sjálfstraust í fyrramálið. Fer út kl. 9:40.“

Til þess að sjá stöðuna í Hardelot eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: