Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 16:00

LET Access: Ólafía Þórunn á 2 undir pari og í 8. sæti eftir 1. dag í Strasbourg!!!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hóf í dag leik á Open Generali de Strasbourg mótinu í Strasbourg, Frakklandi í dag, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið er þriggja hringja og stendur dagana 25.-27. september. Skorið verður að venju niður eftir 2 hringi og þær sem ná gegnum niðurskurð fá að spila lokahringinn.

Þetta er fyrsta mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt á, á atvinnumannamótaröð…. og hún stóð sig í einu orði sagt æðislega!

Ólafía Þórunn lék Strasbourgarvöllinn á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum; fékk m.a. 4 fugla í röð á 12.-15. holu, en því miður líka 2 skolla. Vel gert!!!

Ólafía Þórunn deilir nú 8. sætinu með 6 öðrum kylfingum, þ.á.m. franska kylfingnum snjalla Jade Schaeffer, sem segja má að sé á heimavelli.

Í efsta sæti eftir 1. dag er enski kylfingurinn Georgina Hall á 6 undir pari, 4 höggum á undan Ólafíu Þórunni, en Georgina átti sérlega glæsilegan skollalausan hring – fékk 6 fugla og allt hitt pör.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Open Generali de Strasbourg mótinu  SMELLIÐ HÉR: