Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 12:00

GKJ: Unglingum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í lokahófi

Lokahóf unglingastarfs GKJ fór fram í fyrir rúmri viku 16. september 2014. Árangur sumarsins hjá unglingunum í GKJ var góður og eru þeir í GKJ afar stoltir af krökkunum sínum.

Í lokahófinu voru veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins auk mótaraðar unglinga sem fram fór í sumar. Að lokinni verðlaunaafhendingu var haldinn pizzaveisla.

Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar

Afrek ársins: Kristófer Karl Karlsson fyrir sigur á lokamóti Íslandsbankamótaraðarinnar.

Kristófer Karl Kristófersson, GKJ.

Kristófer Karl Kristófersson, GKJ.

Mestu framfarir: Andri Már Guðmundsson, Sigrún Linda Baldursdóttir, Sveinn Andri Sigurpálsson.

Sveinn Andri,

Sveinn Andri, Andri Már og Sigrún Linda. Mynd: GKJ

Lægsta skor: Kristófer Karl Karlsson 68 högg (-4) á Korpúlfsstaðavelli.

Þrautseigjuverðlaun: Sverrir Haraldsson

 

Sverrir hlaut þrautsegjuverðlaun

Sverrir hlaut þrautsegjuverðlaun

Lægsta meðalskor: Kristófer Karl Karlsson 76 högg

Efnilegastur og efnilegust: Ragnar Már Ríkarðsson og Sigrún Linda Baldursdóttir

Efnilegust: Ríkharður og Sigrún Linda. Mynd: GKJ

Efnilegust: Ríkharður og Sigrún Linda. Mynd: GKJ

Háttvísibikar GSÍ: Björn Óskar Guðjónsson – Björn er mikil fyrirmynd fyrir yngri kylfinga klúbbsins. Metnaðarfullur kylfingur sem leggur hart að sér við æfingar og ætlar sér langt í framtíðinni. Björn lék gott golf í sumar en hann varð tvisvar sinnum í 3. sæti á Íslandsbankamótaröð GSÍ. Björn var einnig lykilmaður í karlasveit GKj sem sigraði í 2. deild í Sveitakeppni GSÍ.

Björn Óskar hlaut háttvísibikar GSÍ - frábær kylfingur þar á ferð!

Björn Óskar hlaut háttvísibikar GSÍ – frábær kylfingur þar á ferð!

Kylfingur ársins: Kristófer Karl Karlsson – Kristófer Karl átti frábært golfsumar sem hann kórónaði með glæsilegum sigri á lokamóti Íslandsbankamótaraðarinnar á Korpúlfsstöðum. Þar setti hann á fyrri keppnisdeginum glæsilegt vallarmet, 68 högg. Kristófer endaði í 2. sæti á stigalistanum í sínum flokki. Einnig náði Kristófer glæsilegum árangri í alþjóðlegu unglingamóti í Finnlandi en þar hafnaði Kristófer í 4. sæti.

Kristófer Karl, kylfingur ársins 2014 og sá kylfingur sem var með lægsta skorið.  Ótrúlega flottur kylfingur á ferð hér!!!

Kristófer Karl, kylfingur ársins 2014 og sá kylfingur sem var með lægsta skorið (68 högg -4 á Korpúlfsstaðarvelli og auk þess með lægsta meðaltalsskorið (76 högg) . Flott hjá Kristjófer Karli!!

68 högg (-4) á Korpúlfsstaðavelli.

Mótaröð unglinga

11-14 ára stelpur

1. Sigrún Linda Baldursdóttir
2. Margrét Karen Olgeirsdóttir
3. Kristín Sól Guðmundsdóttir

Verðlaunahafar í stelpuflokki. Mynd: GKJ

Verðlaunahafar í stelpuflokki. Mynd: GKJ

15-16 ára telpur

1. Arna Rún Kristjánsdóttir
2. Kristín María Þorsteinsdóttir

Kristín og Arna Rún

Kristín María og Arna Rún

13-14 ára strákar

1. Ragnar Már Ríkarðsson
2. Finnbogi Steingrímsson
3. Björgvin Franz Björgvinsson

F.v.: Björgvin Franz, Ríharður Mar og Mynd: GKJ

F.v.: Björgvin Franz, Ríharður Mar og Finnbogi. Mynd: GKJ

15-16 ára drengir

1. Arnór Róbertsson
2. Aron Skúli Ingason
3. Jason Nói Arnarsson

Verðlaunahafar í drengjaflokki. Mynd: GKJ

Verðlaunahafar í drengjaflokki. Mynd: GKJ

17-18 ára piltar

1. Bragi Arnarson
2. Elís Rúnar Elísson
3. Daníel Andri Karlsson

Vinningshafar í piltaflokki. Mynd: GKJ

Vinningshafar í piltaflokki. Mynd: GKJ