Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 14:00

Ryder Cup 2014: Rory skotskífa liðs Bandaríkjamanna – Rory telur að Evrópa sigri ef hann nær 5 stigum

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, er skotskífa liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum þessa vikuna og þeir vilja ná fram hefndum á la William Wallace í Skotlandi eftir hræðilegan ósigur sinn í því sem nefnt hefir verið kraftaverkið í Medinah 2012.

(Fyrir þá sem ekki eru kunnugir sögu Skotlands þá var William Wallace (alias Braveheart fyrir þá sem kannast fremur við hann úr kvikmyndinni) ein af frelsishetjum Skota. Hann var fæddur 1280 og dó kvalarfullum vítisdauðdaga 23. ágúst 1305, sem enn er í minnum hafður fyrir hversu hrottaleg aftaka Englendinga á Wallace var. Hann var m.a. dreginn af hesti allsnakinn um götur London til aftölustaðarins í Elms, þar sem hann var hengdur, en ekki meira en svo að hann var rétt látinn halda lífi, en síðan slægður eins og dýr meðan hann var enn á lífi og líkami hans síðan höggvinn í smáparta – höfuð hans ausið tjöru og sett á prik öllum til sýnis í London og líkamspartar Wallace hafðir til sýnis í ýmsum borgum Englands. Eitthvað virðist aftakan á Wallace enn sitja í Skotum en þeir höfnuðu sem kunnugt er að gerast sjálfstæðir og segja sig frá Bretlandi þegar færi gafst í kosningunum nú nýverið að taka bláa litinn úr „Union Jack“ og landið hafði loks rúmum 700 árum síðar færi á að hefna Wallace og fleiri, sem látið hafa líf sitt í gegnum tíðina í viðureignum við Englendinga í þeirri viðleitni að ná fram auknu frelsi og …. sjálfstæði.)

En aftur að golfi:

Rory telur að Ryder bikarinn haldi áfram að vera í Evrópu …..  ef hann vinnur 5 stig í Gleneagles í vikunni.

Rory er skotskífa nr. 1 fyrir Bandaríkjamennina og varafyrirliði liðs Bandaríkjanna, Paul Azinger hefir m.a. sagt: „Ég vil að hann viti það að hann er skotskífa og ég vil að hann fái meðhöndlun í anda William Wallace.“ (Eða með original orðum Azinger: „I want him to know he’s being targeted and I want us to go all William Wallace on his ass.”)

(Innskot Golf 1: Fremur ógeðfelld samlíking hjá Azinger og gerð til þess valda hræðslu í herbúðum liðs Evrópu).

Rory var einn af þeim fyrstu úr liði Evrópu til að mæta til Gleneagles, kom s.l. sunnudag. Aðspurður um ofangreint komment Azinger sagði hann: „Mér líkar þetta – í alvörunni. Það er augljóslega stórt hrós þegar andstæðingarnir fara að tala um mann og telja mann vera einhverja skotskífu!“

„Ég tek áskoruninni.“

„Ef ég vinn 5 stig og einbeiti mér að því að vinna mín 5 stig, þá mun það fara langleiðina með að hjálpa Evrópu til sigurs.“

„Ef ég næ 5 stigum munum við líklega sigra. Það er frábær tilfinning að vera hér.  Ég hef virkilega ekki gert mikið af því að æfa s.l. viku þannig að ég vildi bara vera viss um að ég væri tilbúinn n.k. föstudag og það er ástæðan fyrir að ég kom aðeins fyrr.“

Tom Watson fyrirliði liðs Bandaríkjanna, sem er afar vinsæll í Skotlandi,  tók ekki eins stórt upp í sig og Azinger, en sagði bandaríska kórinn vera tilbúinn á 1. teig og sagði síðan aðspurður að Rory: „Auðvitað þegar gæðingurinn í liði hins liðsins er bugaður þá hvetur það lið manns áfram.“