Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í 13. sæti

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota luku leik í gær á Windon Memorial Classic mótinu í Evanston, Illinois.

Mótið var tveggja daga, stóð 21.-22. september og þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum.

Rúnar lék á 18 yfir pari, 228 höggum (77 76 75) og bætti sig með hverjum hring, en var þó langt frá sínu besta og var á lakasta skori Minnesota liðsins, sem hafnaði í 13. sæti í liðakeppninni.

Ýmis háskólamet fuku í þessu móti t.a.m. jafnaði Colton Staggs, sem sigraði í einstaklingskeppninni (á samtals 5 undir pari, 205 höggum), vallarmet Luke Donald í Evanston frá árinu 2007 með glæsilegum lokahring sínum, sem hann spilaði á 7 undir pari, 63 höggum.

Næsta mót Minnesota liðsins verður í New Mexico 26. september n.k.

Sjá má lokastöðuna á Windon Memorial Classic mótinu með því að  SMELLA HÉR: