Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Carlos Sainz Jr. – (2/50)

Carlos Sainz Jr. er fæddur 7. nóvember 1985 í Chicago og því 28 ára.

Carlos var í  Larkin High School í úthverfi Chicago, þ.e. Elgin, Illinois.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hann útskrifaðist frá University of Mississippi 2010, en hann hafði spilað golf í bandaríska háskólagolfinu 4 ár þar á undan.

Besti árangur Carlos Sainz á Web.com Tour er að verða T-2 í Price Cutter Charity Championship presented by Dr Pepper nú á þessu ári, 2014.  Það dugði þó til þess að hann var í 74. sæti þeirra 75 efstu á peningalista Web.com Tour, sem fengu að spila í Web.com Tour Finals mótaröðinni og eftir 4. og lokamótið í þeirri mótaröð var hann  í 49. sæti af 50 þ.e. meðal hinna heppnu sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa aðeins verið 1 keppnistímabil á Web. com Tour.  Sainz er sigurlaus bæði á Web.com Tour og hvað þá PGA Tour og svo sannarlega nýliði á bestu mótaröð heims.

Sainz sagði eftir að kortið var í höfn: „Þetta er enn svolítið súrrealískt, en ég er viss um að ég á eftir að jafna mig næstu daga, en þetta er svo sannarlega draumur sem er að rætast og  ég er virkilega heppinn að minn tími er kominn.“

 2014-15 PGA Tour keppnistímabilið hefst 6. október í Napa, Kaliforníu með Frys.com mótinu.

Meðal áhugamála Carlos eru veiðar, stangveiði, fótbolti, tennis og borðtennis.

Sem stendur er Sainz nr. 510 á heimslistanum.