Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 10:30

Ryder Cup 2014: Monty telur að allir í bandaríska Ryder Cup liðinu vilji spila á móti Rory

Colin Montgomerie telur að allir kylfingar í Ryder Cup liði Bandaríkjanna vilji takast á við Rory McIlroy á Ryder Cup í vikunni – og forðast pörupiltinn Ian Poulter.

Og fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu árið 2010 segir að hann myndi fara sparlega með að nýta nr. 1 í heiminum til þess að koma í veg fyrir sama sálfræðilega tjón og Bandaríkjamenn urðu fyrir þegar Tiger tapaði leik.

„Ég tel að það sé mikill þrýstingur á herðum Rory,“ sagði Monty.

„Hann er sá leikmaður sem allir í bandaríska liðinu vilja spila við, vegna þess að þeir hafa engu að tapa.“

„Það er dálítið eins og hjá okkur gegn Tiger Woods.“

Hér einu sinni vildu allir í Ryder Cup liði Evrópu spila á móti Tiger .... því það væri góður dagur ef sigur næðist en allir byggjust hvort eð er við því að hann ynni og þá væri tap ekkert slæmt - Monty telur Rory vera í sömu stöðu nú

Hér einu sinni vildu allir í Ryder Cup liði Evrópu spila á móti Tiger …. því það væri góður dagur ef sigur næðist en allir byggjust hvort eð er við því að hann ynni og þá væri tap ekkert slæmt – Nú er Tiger ekki með eins og allir vita en …. Monty telur Rory vera í sömu stöðu nú og Tiger var í áður

„Þegar einhver okkar dró Tiger Woods var sagt:. „Kýlum á það, ég á sjéns á móti honum.  Ef hann sigrar þá er það ekki slæmt því allir búast við því af honum og ef honum gengur ekki vel þá er þetta þvílíkur dagur fyrir mig og þvílíkur dagur fyrir liðið!!!“

„Þegar Tiger Woods tapaði leik, þá var það meira en bara stigið sem Bandaríkjamenn töpuðu.“

„Ég held að Rory sé í sömu stöðu núna og allir í bandaríska liðinu vilji spila á móti honum.“

„Það er mikil freisting að nýta hann ekki að fullnustu.“

„Þú vilt ekki nr. 1 leikmaður þinn sé  þarna úti, í forystu og kastljósi fjölmiðla og mæti síðan einhverjum sem á góðan dag og sigri ekki.“

Rory McIlroy

Rory McIlroy

McIlroy horfði á George Groves berjast í Wembley Arena á laugardagskvöldið – og Manchester United aðdáandinn (Rory) birtist á Goals Sky á sunnudaginn.

Nr. 1 á heimslistanum (Rory) staðhæfði að hann vildi spila mikið á Gleneagles.

„Persónlulega finnst mér sigur á Ryder Cup vera „kökukremið á kökunni“ af því sem hefir verið frábært ár,“ sagði Opna bandaríska og US PGA meistarinn (Rory).

„Ég er í þeirri stöðu núna að vera nr. 1 á heimslistanum og þá verð ég að leiða og leiða með fordæmi.“

„Þetta er mikil ábyrgð en ég ætla að höndla hana og reyna að fá nokkur stig á töfluna snemma fyrir liðið.“

Aðspurður hver væri helsta skotskífan í liði Bandaríkjanna þá sagð Rory: „Ég held að það sé Rickie Fowler – hann gæti verið raunverulegt lukkudýr fyrir bandaríska liðið.“

Rickie Fowler - Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign

Rickie Fowler – Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign

Rory var bara eins og hver annar leikmaður þegar Poulter dró lið Evrópu aftur inn í keppnina á laugardags síðdeginu fræga í Medinah, fyrir 2 árum.

Fréttaskýrandi Sky Sports Monty sagði: „Ian Poulter er með pörupilta hugarfar og það er virkilegt hrós þegar kemur að Ryder Cup.“

Seve var svolítið svona líka og Corey Pavin.“

„Það þarf ákveðinn karakter til að vera góður í Ryder Cup og Poulter hefir þennan karakter.“

„Ég held ekki að Bandaríkjamenn muni ekki vilja spila á móti honum.“

GMac þ.e. Graeme McDowell segir að þeir Rory muni verða sterkir saman

GMac þ.e. Graeme McDowell segir að þeir Rory muni verða sterkir saman

Graeme McDowell segist gjarnan og með ánægju vilja halda samstarfi sínu við McIlroy áfram þrátt fyrir dómsmálið í Dublin dómsmál sem þeir báðir eru aðilar að.

„Já, það hafa verið erfiðistímar á síðustu tveimur bæði fyrir mig og Rory því hann hefir tekið þátt í málsókn gegn umboðsfyrirtæki mínu,“ sagði GMac (Graeme McDowell)

„Og það vissulega hefir það leitt til streita í tengslum okkar, en við höfum komist yfir það á þessu ári.“

„Ef eitthvað hefir vinátta okkar styrkst vegna þess sem við höfum upplifað.“

„Við höfum talað um það og við myndum örugglega elska að endurnýja samvinnu okkar aftur á vellinum.“