Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 08:00

LPGA: MJ Hur sigraði á Yokohama LPGA Tire Classic

Mi Jung (oftast stytt í MJ) Hur sigraði á Yokohama LPGA Tire Classic í gær.

Hún lék Senator golfvöllinn í Prattville, Alabama á samtals 21 undir pari 267 höggum (64 79 67 66).

Í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir var sú sem átti titil að verja Stacy Lewis á samtals 17 undir pari og í 3. sæti varð nýliðinn frá Suður-Afríku, Paula Reto, en mótið var einkar glæsilegt hjá henni.  Reto lék á samtals 14 undir pari.

Nokkra athygli vakti að Lexi Thompson, sem alltaf hefir kunnað einstaklega vel við sig í Alabama komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð þetta skiptið eftir hring upp á 76 högg 2. mótsdga.

Sjá má úrslitin í Yokohama LPGA Tire Classic með því að SMELLA HÉR: