Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 03:00

LPGA: Hur og Reto efstar e. 3. dag Yokohama Tire LPGA Classic

Það eru enn suður-afríski nýliðinn Paula Reto og nú einnig MJ Hur frá Suður-Kóreu, sem leiða fyrir lokahring Yokohama Tire LPGA Classic.

Báðar eru búnar að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi, hvor; Reto (65 66 70) og Hur (64 70 67).

Sú sem á titil að verja Stacy Lewis deilir 3. sætinu með Kris Tamalis, þ.e. báðar búnar að spila á samtals 11 undir pari og því 4 höggum á eftir þeim Hur og Reto, en það stefnir í einvígi þeirra síðarnefndu síðar í dag.

Í 5. sæti eru síðan bandaríska stúlkan Alison Walshe og Moriya Jutanugarn frá Thaílandi, báðar á samtals 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: