Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 02:00

Evróputúrinn: Luiten efstur fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er Hollendingurinn Joost Luiten sem leiðir eftir 3. dag Wales Open.

Luiten er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 199 höggum (65 69 65) og hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur Shane Lawry, sem búinn er að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi (68 65 68).

Um frábæran 3. hring sinn sagði Luiten þegar ljóst var að hann væri efstur fyrir lokahringinn: „Ég er ánægður með gott skor í dag. Ég spilaði sólíd og stöðugt golf, hitti fullt af flötum og setti niður góð pútt til að byrja með. Ég gerði ekki mikið um miðbikið en kom sterkur tilbaka í lokin með 3 fugla á síðustu 4 holunum og ég er ánægður.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Wales Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Wales Open SMELLIÐ HÉR: