Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 15:00

Það munaði aðeins 1 höggi hjá Þórði Rafni

Það munaði aðeins 1 höggi að Þórður Rafn Gissurarson, GR,  kæmist áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Hann lék samtals á 6 undir pari, 282 höggum (72 72 67 71) en það þurfti að vera á 7 undir pari til að vera í hópi 21 efstu sem komast á 2. stigið.

Þetta verða að teljast veruleg vonbrigði!!!

Tveir urðu efstir og jafnir á Frilford Heath,  „heimamennirnir“ Daniel Gavins og Greg Payne, sem báðir léku á samtals 18 undir pari, 270 höggum, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á úrtökumótinu í Frilford Heath SMELLIÐ HÉR: