Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 08:00

Rory á Thames á

Maður skyldi ætla að Rory væri nú við æfingar eða að hvíla sig fyrir Ryder bikars slaginn við lið Bandaríkjanna í næstu viku…. en ekkert er fjær því.

Í gær var Rory á miðri Thames-á í London, en einn styrktaraðila hans Santander stóð fyrir skemmtilegum leik.

Búið var að koma upp skotskífu í miðri Thames á og þeir sem áttu skot í miðju skífunnar, merkt Rory, hlutu 5000 punda (1/2 milljón króna) golfferð með Santander.

Rory var síðan á pallinum þegar fólk reyndi að hitta í miðju skífunnar og afhenti verðlaun.

Einn þeirra sem reyndi að næla sér í golfferð var borgarstjóri London, Boris Johnson.

Borgarstjórinn reyndi sveifluna á miðri Thames-á!

Borgarstjórinn reyndi sveifluna á miðri Thames-á!

Þessi „hitti" Rory!

Þessi „hitti“ Rory!