Gísli Sveinbergsson, GK und Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Foto: Die Isländische Golf Union
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 22:00

Hetjurnar okkar – Gísli og Ragnhildur!!!

Það besta í íslensku golfi í dag var sigur Gísla Sveinbergssonar, GK. á Duke of York mótinu!

Hann varð efstur af 54 sterkustu unglingum, í evrópsku golfi!

Stórglæsilegt hjá Gísla og það sem vitað var að þar færi flottur kylfingur, sem sífellt er að ná lengra og lengra!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir GR, lauk leik í 35. sæti, bætti sig um heil 6 högg seinni daginn þ.e. lék á samtals 156 höggum (81 75).

Þetta er glæsilegur árangur íslenskra unglinga á erlendri grund og eru þau svo sannarlega hetjur íslensks golfs í dag!!!

Sjá má lokastöðuna á Duke of York mótinu með því að SMELLA HÉR: