Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 18:45

Sögulegt: Konur fá að gerast félagar í Royal&Ancient!!!

Félagar í The Royal and Ancient Golf Club of St Andrews kusu um það hvort veita ætti kvenfólki inngöngu í klúbbinn ….. og með miklum meirihluta og í fyrsta sinn í 260 ára sögu þessa eins íhaldsamasta golfklúbbs heims fá konur nú að gerast félagar.

Peter Dawson ritari klúbbsins sagði m.a. af því tilefni: „Ég er mjög ánægður að kynna að félagar The Royal and Ancient Golf Club of St Andrews hafa kosið í miklum meirihluta að velkoma eiga konur sem félaga í klúbbinn.“

„Meira en 3/4 alþjóðlegs hluta félaga sem þátt tóku í kosningunni og 85% þeirra guldu jáyrði sitt við því að konum yrði leyft að gerast félagar í klúbbnum.“

„Þetta atkvæði hefir þá þegar áhrif og ég get nú staðferst að The Royal and Ancient Golf Club of St Andrews er nú „blandaður“ klúbbur.“

„Félagar hafa einnig samþykkt að flýta fyrir inngöngu kvenna í klúbbinn á komandi mánuðum.“

„Þetta er mjög mikilvægur og jákvæður dagur í sögu the Royal and Ancient Golf Club.“

Frábært framfaraspor í átt að meira jafnrétti í heiminum!!!!!