Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 18:00

Gísli sigurvegari Duke of York mótsins 2014!!!

Gísli Sveinbergsson, GK, sigraði á Duke of York mótinu, sem fram fór á Royal Aberdeen golfvellinum í Aberdeen, Skotlandi.

Gísli lék á samtals á glæsilegum 137 höggum (69 68) og átti hann heil 4 högg á næsta keppanda Japanann Ren Okazaki.

Aðeins voru leiknir 2 hringir í mótinu og sá þriðji felldur niður vegna þykkrar þoku.

Svo virðist sem Íslendingar sigri í DOY annað hvert ár, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR sigraði árið 2010 og Ragnar Már Garðarsson, GKG, árið 2012.!!!

En mikið ofboðslega var þetta flott hjá Gísla – innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur!!!

Sjá má lokastöðuna á Duke of York mótinu með því að SMELLA HÉR: