Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 10:00

Paul Lawrie sár yfir að vera ekki með í Rydernum

Það er ein hetjan úr kraftaverkaliðinu í Medinah í Illinois í Bandaríkjunum 2012, sem ekki fær að vera með í liðinu í ár,  en það er Paul Lawrie.

Og hann segist vera sár yfir því – hann fékk hvorki sæti í liðinu sjálfkrafa, né var valinn af nafna sínum McGinley – hvorki í liðið né sem einn af 5 aðstoðarfyrirliðum sem McGinley valdi.

En Lawrie reynir að halda sér í Rydernum: „Ég ætla að gefa Rydernum allt sem ég get! Ég verð á hliðarlínunni að syngja Ole, Ole. Allt það.“
Lawrie, konan hans Marian og hópur vina og félaga ætla að skemmta sér saman á þessari einni vinsælustu liðakeppni golfsins.

„Það verður ekki gaman að vera þarna og spila ekki en ég hlakka samt til að fara og njóta frábærs móts.“

„Ég hef aldrei verið í Ryder bikarskeppni sem áhorfandi. Ég hef aðeins verið þar í þau tvö skipti sem ég hef leikið og síðan var ég á mótinu í Celtic Manor þegar ég var frétta- skýrandi fyrir Sky. Þetta verður öðruvísi reynsla en þetta verður gaman og ég styð strákana alla leið og vona að þeir spili vel.“

„Ég fer til Gleneagles á föstudagskvöldið og ætla að ganga með Stevie Gallacher, vonandi á laugardag ef hann spilar þá. Og þá ætla ég að horfa á hann spila á sunnudag.“

„Ég er með styrktarsamning við Morrison Motors, sem sér okkur fyrir bíl og eigandinn á stórt hús við Gleneagles og þar ætlum ég og konan mín að verja helginni með honum.“

„Þetta verður skemmtilegt en við erum u.þ.b. 10 sem verðum hjá honum, allt góðir vinir þannig að þetta verður gaman. Auðvitað verður það svolítið undarlegt. Auðvitað vildi ég spila, en ég get það ekki þanig að ég verð bara að hlakka til að horfa á keppnina.“