Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2014 | 18:00

Axel í 37. sæti eftir 2. dag úrtökumótsins í Fleesensee

Axel Bóasson, GK, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer á Fleesensee golfvellinum í Fleesensee, Þýskalandi.

Axel er búinn að leika á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (75 70) og er í 37. sæti eftir 2. mótsdag.

Axel bætti sig mikið í dag, lék á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum á hring þar sem hann fékk m.a. glæsiörn og 3 fugla.

Efsti maður í úrtökumótinu eftir 2. dag er Svíinn Wilhelm Schauman, sem er á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Fleesensee úrtökumótinu SMELLIÐ HÉR: