Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR 2013. Mynd: UNCG
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG luku leik í 23. sæti á Cougar Classic

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG tóku þátt í Poweraid Cougar Classic mótinu, sem fór fram dagana 14.-16. september 2014 og lauk í gær.

Leikið var í Yeamans Hall í Charleston, Suður-Karólínu og þátttakendur voru 120 og liðin sem þátt tóku 23.

Berglind lék á samtals 233 höggum (75 75 83) og lauk leik á 3. besta skori golfliðs UNCG.

UNCG lauk leik í 23. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Berglindar og UNCG er Furman Inv. sem hefst 21. september n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Cougar Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: