Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór, Emil Þór og Nicholls State í 7. sæti í Nebraska

Andri Þór Björnsson, GR, Emil Þór Ragnarsson, GKG og Geaux Colonels golflið Nicholls State háskólans í Louisiana, tóku þátt í UNO Invitational at Arbor Links á Arborlinks golfvellinum í Nebraska City.

Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG 2014. Mynd: Golf 1

Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG 2014. Mynd: Golf 1

Mótið stóð 15.-16. september og lauk í gær.  Þátttakendur voru 64 frá 10 háskólum.

Andri Þór lék á samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (76 74 72), lék sífellt betur og var á besta skori Geaux Colonels.

Emil Þór er nýr í liði hershöfðingjanna og gekk ágætlega í fyrsta leik sínum í bandaríska háskólagolfinu, var á 32 yfir pari, 248 höggum og á 4.-5. besta skori liðsins, þannig að það taldi, í 7. sætis árangri liðsins.

Næsta mót Nicholls State er SHSU Harold Funston Inv. í Huntsville, Texas og hefst það 6. október n.k.

Sjá má lokastöðuna á UNO Inv. með því að SMELLA HÉR: