Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 1. sæti á William & Mary Inv. mótinu e. 2. dag

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon taka þátt í William & Mary mótinu, sem fram fer á Kingsmill golfvellinum í Williamsburg, Virginíu.

Mótið stendur dagana 14.-16. september og lýkur því í kvöld.

Þátttakendur eru 13 háskólalið og er Elon, skólalið Sunnu í efsta sæti!!!

Sunna er búin að spila á 7 yfir pari, 151 höggi  (77 74) og er í 13. sæti í einstaklingskeppninni, eftir 2. dag mótsins.

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, sem er á 1. ári sínu í Elon er ekki í liðinu að þessu sinni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Willam & Mary Inv. SMELLIÐ HÉR: