Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 3. sæti í Colorado e. fyrri dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese háskólans eru nú við keppni á Ram Masters Invitational by Pedersen Toyota, í Colorado.

Mótið stendur dagana 15.-16. september og lýkur því í dag.

Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum.

Ragnar lék fyrstu tvo hringina á 8 yfir pari, 148 höggum (72 76) og er í 37. sæti í einstaklingskeppninni og á 4. besta skori í liði sínu.

Sjá má stöðuna á Ram Masters í Colorado eftir 2 hringi með því að SMELLA HÉR: