Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 05:00

Ragnhildur og Gísli keppa á DOY

DOY eða Duke of York mótið hefst í dag.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili keppa á The Duke of York Young Champions Trophy. Leiknar verða 54 holur en mótið stendur dagana 16. – 18. eptember 2014.

Gísli Sveinbergsson, GK.

Gísli Sveinbergsson, GK.

DOY er alþjóðlegt golfmót fyrir stráka og stelpur, sem eru 18 ára eða yngri og eru landsmeistararar sinna landa. Það er prins Andrew sem er gestgjafi eins og áður en mótið hefur verið haldið árlega síðan 2001. Að þessu sinni er leikið á hinum fræga golfvelli Royal Aberdeen en Opna Skoska meistaramótið sem er hluti af Evróputúrnum var leikið í ár.

Mótið er Íslendingum að góðu kunnungt en á undanförnum árum höfum við átt góðu gengi að fagna. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði mótið árið 2010 en þá var leikið á Royal St. George´s. Tveimur árum seinna árið 2012 sigraði Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar mótið eftir spennandi bráðabana á hinum fræga velli Royal Troon.

Komast má á heimasíðu mótsins til þess að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: