Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 20:45

Hyo Joo Kim sigraði á Evian risamótinu

Það var Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu sem sigraði á 5. og síðasta risamóti kvennagolfsins í ár Evían Championship í Evian-les-Bains í Frakkland.

Kim spilaði á samtals 11 undir pari, 273 höggum (61 72 72 68).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð ástralska golfdrottningin Karrie Webb. 

Tvær suður-kóreanskar deildu síðan 3. sætinu MJ Hur og Ha Na Jang, báðar á 9 undir pari, hvor.

Í 5. sætinu varð síðan enn önnur suður-kóreönsk, NY Choi og það er ekki fyrr en í 6. sætinu, sem við sjáum Evrópubúa… engan annan en norsku frænku okkar Suzann Pettersen, sem var á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Evían risamótinu SMELLIÐ HÉR: