Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:03

FedEx Cup: Stefnir í einvígi Rory og Horschel í dag!!!

Rory og Billy Horschel eru efstir og jafnir á Tour Championship fyrir lokahringinn, sem leikinn verður seinna í dag.

Báðir eru þeir Rory og Billy efstir eru báðir búnir að spila á 9 undir pari, 201 högg; Rory (66 66 69) og Billy (69 65 67).

Spennandi dagur framundan í golfinu – hvor verður 10 milljón dölum (1,2 milljörðum íslenskra króna ríkari?)

Í 3. sæti er sem stendur Jim Furyk á samtals 7 undir pari og efstir og jafnir í 4. sæti eru Rickie Fowler og Justin Rose og Jason Day á samtals 6 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Tour Championship SMELLIÐ HÉR: