Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:01

Evróputúrinn: Romain Wattel efstur f. lokahringinn á KLM Open – Hápunktar 3. dags

Franski kylfingurinn Romain Wattel er efstur á KLM Open fyrir lokahringinn sem leikinn verður seinna í dag.

Wattel er búinn að spila á 14 undir pari, 196 höggum (67 65 64).

Það er af sem áður var Wattel er að verða einn af fremstu kylfingum Evrópu en er ekki lengur litli franski strákurinn sem mörg okkar muna eftir að sigraði á Orange Bowl í Flórída (Biltmore velli í Coral Gables) ásamt Lexi Thompson.

Hér má sjá mynd af þeim Romain Wattel, ásamt Lexi Thompson þegar þau unnu Orange Bowl í Flórída 2010.

Hér má sjá mynd af þeim Romain Wattel, ásamt Lexi Thompson þegar þau unnu Orange Bowl í Flórída 2010.

Í 2. sæti 3 höggum á eftir Wattel er Richie Ramsay frá Skotlandi á 11 undi pari, 199 höggum (69 65 65).

Í 3. sæti fyrir lokahringinn er Paul Casey á samtals 10 höggum undir pari.

Sjá má stöðuna að öðru leyti fyrir lokahringinn á KLM Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. dags á KLM Open með því að SMELLA HÉR: