Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 08:00

FedEx Cup: Horschel með 2 högga forystu á Tour Championship – Hápunktar 2. dags

Billy Horschel er enn með forystu eftir 2. dag Tour Championship.

Hann er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 132 höggum (66 66) og hefir 2 högga forskot á þá Rory McIlroy, Jason Day og Chris Kirk, sem allir hafa leikið á 6 undir pari.

Fimmta sætinu deila síðan þeir Ryan Palmer, Kevin Na, Cameron Tringale og Jim Furyk; allir á samtals 4 undir pari, hver.

Telja verður þessa 8 líklegasta, eins og staðan er, til þess að vinna hinn eftirsótta 10 milljón dala bónuspott!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: