Rory á skilið afsökun
Líkt og Golf 1 greindi frá sagði Rory McIlroy í viðtali miðvikudagsmorgun fyrir Tour Championship að Tiger og Phil væru að spila síðustu holur ferla sinna. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
Þessi ummæli nr. 1 á heimslistanum (Rory) hafa mætt mikilli gagnrýni; hann sé að gera lítið úr tveimur bestu kylfingum samtíðarinnar og jafnvel allra tíma segja þá búna að vera og, hann sé að upphefja sjálfan sig á tíma þar sem honum gengur loks vel (en hann var sjálfur í kjallaranum á síðasta ári) o.s.frv. Rory hefir verið skammaður og dreginn upp úr háði á sumum golffjölmiðlum vegna framangreindra ummæla, sumir jafnvel gefið undir fótinn að þau séu sögð nú í aðdraganda Ryder bikars keppninnar til þess að ýta undir samkeppnina milli liða Bandaríkjanna og Evrópu.
Bandaríski golffréttamiðillinn Golf Channel hefir nú stigið fram og telur að Rory eigi skilið afsökun fyrir að segja hreinskilnislega eins og honum býr í brjósti án allrar milligöngu PR-skrifstofa.
Rory hafi rétt fyrir sér. Phil og Tiger – séu að eldast eins og við öll og verði ekkert yngri.
Rory sjálfum fannst hann þurfa að svara allri gagnrýninni á ummæli hans og birti eftirfarandi fréttatilkynningu:
„Ég fékk spurningu í dag (þ.e. fyrradag) um Tiger og Phil ….. ég svaraði hreinskilnisleg og hrósaði mjög 2 bestu kylfingum þessarar kynslóðar (Tiger og Phil) ….. Kylfingar eiga að meðaltali ferla upp á 20-25 ár, þannig að báðir eru á seinni 9 á ferlum sínum …. mér finnst ekkert rangt við það að segja það.“
Hmmmm, þetta er nú alltaf matsatriði – Jafnvel þó að maður sé t.d. feitur – þá er nú kannski ósmekklegt að skella því á hann að hann sé feitur, hvað þá básúna því opinberlega og hvað þá í heimspressuna, þó það sé staðreynd. Þetta snýst svona meira um að sýna takt og kunna sig og margir bjuggust við meiru af nr. 1 á heimslistanum, en að hann gaspri „hreinskilnislega“ í heimspressuna eins og krullinkhærður ungkálfur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
