Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 06:30

Hyo-Joo Kim efst e. 1. dag í Evían risamótinu

Í gær hófst 5. og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu, Evian Championship í Evian-les-Bains í Frakklandi.

Mótið stendur 11.-14. september.

Eftir 1. dag er það Hyo-Joo Kim, frá Suður-Kóreu, sem er efst – lék 1. hring á ótrúlegum 10 undir pari, 61 höggi.

KIm átti draumahring; skilaði „hreinu“ skorkorti með 10 fuglum og 8 pörum þ.e. hún missti hvergi högg!

Ástralska golfdrottnningin Karrie Webb er í 2. sæti 4 höggum á eftir Kim, en hún lék á 6 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Evian Championship SMELLIÐ HÉR: