Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 12:00

GK: Kristrún Runólfsdóttir fékk ás!!!

Kristrún Runólfsdóttir, GK, var að spila golf á Hvaleyararvelli í gær í rigningunni, sem þá var.

Og viti menn hún fór holu í höggi á par-3 6. braut Hvaleyrarvallar!

Sjötta braut er 110 m af rauðum teigum.

Spilafélagar Kristrúnar voru Ingibjörg Kristjánsdóttir GK og Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, GK.

Golf 1 óskar Kristrúnu innilega til hamingju með draumahöggið!!!