Kristján Þór Einarsson, GKJ, 2014 Icelandic Champion in Match Play. Photo: Golf 1 GKJ: Styrktarmót Kristjáns Þórs – laugardaginn 13. september n.k. – Glæsilegir vinningar!!!
Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar, GKJ verður haldið á Hlíðavelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 13. september og verður keppt með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótsgjald er 8.000 kr. á lið.
Lið getur ekki fengið hærri forgjöf en sem nemur 2 höggum hærra en forgjafarlægri kylfingurinn fær. Sem dæmi ef leikmaður fær -4 í vallarforgjöf getur lið hans ekki fengið hærri forgjöf en -2.
Kristján Þór hefur átt góðu gengi að fagna á Eimskipsmótaröðinni í ár og unnið 3 mót á mótaröðinni, Íslandsmeistaramótið í holukeppni sem og tvö stigamót. Þá varð hann stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór hefur ákveðið að nú sé tíminn til að taka skrefið og reyna við atvinnumennskuna og mun hann taka þátt í úrtökumóti fyrir Norðurlandamótaröðina (Nordic Tour) sem hefst í Svíþjóð þann 30. september næstkomandi. Svona verkefni fylgir talsverður kostnaður og því er vonast eftir stuðningi sem flestra.
Verðlaunalisti:
1. sæti 2x Cobra burðarpoki, Puma síðbuxur, Puma polo bolur frá Hole in One
2. sæti 2x IQ þriggja hjóla kerra frá Golfskálanum
3. sæti 2x Ping i20 brautartré frá ÍSAM
4. sæti 2x Cleveland fleygjárn frá Erninum Golfverslun
5. sæti 2x 5kg kassar af þorskhnökkum frá Fiskmarkaði Íslands
14. sæti 2x Ostakörfur frá MS
30. sæti 2x Ostakörfur frá MS
58. sæti 2x Ostakörfur frá MS
Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum
Lengsta drive á 5. holu
Hlíðavöllur er í frábæru ástandi og við hlökkum til að taka á móti þér/ykkur og njóta dagsins saman í frábærum félagsskap! SMELLIÐ HÉR og skráið ykkur í mótið!!!
Þeir sem sjá sér ekki fært að taka þátt í mótinu geta engu að síður styrkt Kristján Þór með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
0528-14-120568
Kt 160347-7169
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
