Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner luku leik í 5. sæti í Georgíu

Hrafn Guðlaugsson, núverandi klúbbmeistari GSE, lék í 2. móti sínu á keppnistímabilinu 2014-2015, þ.e. SCAD Atlanta Tournament, sem fram fór í Covington, Georgíu.

Mótið fór fram dagana 7.-8. september s.l.

Hrafn varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni á samtals skori upp á 141 eftir 2 keppnisdaga og golflið Faulkner varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Hrafn var á besta skori í liði sínu ásamt liðsfélaga sínum, Lee Madison.

Næsta mót Hrafns er BUC tournament í Memphis, Tennessee,  5. október n.k.