Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 08:15

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer í 1. sæti í Cutter Creek

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, lék í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu á keppnistímabilinu 2014-2015, en hún og lið hennar „The Falcons“ í Pfeiffer háskóla tóku þátt í The Cutter Creek Invitational dagana 8.-9. september s.l.

Mótið fór fram í Wilson, Norður-Karólínu.

Stefanía Kristín lék á samtals 26 yfir pari, 170 höggum (85 85) og hafnaði í 7. sæti í mótinu.

Næsta mót Stefaníu Kristínar er King Invitational, í Tennessee, en mótið hefst 28. september n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Cutter Creek Invitational SMELLIÐ HÉR: