Rory: „Tiger og Phil eru að spila síðustu holur ferla sinna“
Stór hluti bandarískra golfaðdáenda eru e.t.v. enn í afneitun en Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, sagði bara eins og honum bjó í hjarta varðandi Tiger og Phil Mickelson, á blaðamannafundi fyrir Tour Championship í gær, en Tiger og Phil taka ekki þátt í Tour Championship í fyrsta sinn síðan 1992 eða í heil 22 ár.
Aðspurður um fjarveru þessara golfgoðsagna sagði Rory: „Eg veit ekki hvort ég ætti að segja að þeirra tími (Tiger og Phil) væri liðinn, en þeir eru að eldast og eru að spila síðustu holur ferla sinna.“
Rory hins vegar gengur vel. Hann hefir spilað í 16 mótum á PGA Tour í ár og sigrað 3 sinnum og verið meðal efstu 10 í 8 mótum og aldrei verið lakar en í 25. sæti!
Á þessu ári hefir Rory sigrað í 2 risamótum …. og nú er tækifærið til að bæta enn einni rósinni í hnappagatið því sigri hann á Tour Championship vinnur hann sér ekki aðeins inn $1.44milljónir heldur líka hinn eftirsótta $10milljón dollara bónuspott á FedEx Cup.
McIlroy olli þurrum hlátri margra þegar hann sagði upphæðina vera „ágætan aukapening.“ Viðstaddir voru farnir að velta fyrir sér hvað væru háar fjárhæðir í hans huga, en Rory hélt áfram: „Þetta er augljóslega há fjárhæð fyrir hvern sem er, en ég hef verið svo heppinn að vinna mér inn háar fjárhæðir á PGA Tour. Eitt af því sem mér hefir hins vegar ekki tekist enn er að sigra í FedExCup móti, þannig að það er raunverulega ástæðan, sem ég vil vinna í þessari viku.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
