Gretzky styður tilvonandi tengdason sinn – Dustin Johnson
Ísknattleiksgoðsögnin Wayne Gretzky stendur fast á bakvið tilvonandi tengdason sinn PGA stjörnuna Dustin Johnson og allar fréttir um að hann hafi tekið hann á teppið úr lausu lofti gripnar.

Dustin Johnson og Paulina Gretzky eru óaðskiljanleg. Fjölskylda Paulinu stendur þétt að baki tengdasyninum tilvonandi
„Augljóslega er lífið ekki fullkomið og hann fór í gegnum erfiða tíma eða eins og hann sagði mér: „Þetta gerir mig að betri einstaklingi og ábyrgari manni og þar af leiðandi gerir það mig að betri íþróttamanni og betri kylfingi,“ sagði Gretzky í viðtali við Sportsnet 590 The Fan í gær.
„Í lífinu, því miður, gleymum við því að jafnvel íþróttamenn eru mannlegir og það koma upp hnökrar, en það sem er mikilvægast er að hann er yndislegur maður með hjartað á réttum stað og okkur þykir vænt um hann. Hann er tilvonandi tengdasonur okkar og hann er okkur mjög kær,“ sagði Gretzky. „Þetta hafa verið erfiðir tímar – þegar maður fer í gegnum erfiða tíma sem fjölskylda, þá er það tíminn sem maður verður að standa þéttast saman.“
Johnson, sem er nr. 16 á heimslistanum, er kærasti dóttur Gretzky, Paulinu og hann tók sér frí frá PGA Tour, 31. júlí s.l. til þess að kljást við „persónulegar áskoranir“ (ens. “personal challenges.”)
Tveimur dögum síðar birti Golf.com frétt um að Johnson hefði verið vikið af PGA Tour í 6 mánuði vegna þess að hann hefði fallið á lyfjaprófi – tvisvar hefði niðurstaðan verið jákvæð fyrir kókaín og einu sinni 2009 hefði það verið jákvætt fyrir marijuana.
PGA Tour sagði frétt Golf.com ranga og sagði fjarveru Johnson á túrnum vera að eigin ósk hans.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
