Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 14:00

LET: Schreefel sigraði í Svíþjóð

Það var hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel sem vann afburða sigur á Helsingborg Open í Svíþjóð s.l. sunnudag, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Schreefel var á samtals 17 undir pari, 271 höggi (67 70 68 66) og átti 7 högg á þá sem varð í 2. sæti en það var Rebecca Artis frá Ástralíu.

Í 3. sæti varð golfdrottningin enska Laura Davies á samtals 9 undir pari.

Í 4. sæti varð franska stúlkan Valentine Derry á samtals 6 undir pari og 5. sætinu á samtals 5 undir pari deildu danska stúlkan Line Vedel og hin enska Felicity Johnson.

Til þess að sjá lokastöðuna á Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: