Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil lauk leik í 6. sæti á GAC Preview

Theodór Emil Karlsson, GKJ, lék í sínu fyrsta móti á 2014-2015 keppnistímabilinu, ásamt golfliði University of Arkansas at Monticello, en hann tók þátt í Great American Conference Preview, líka skammstafað GAC Preview.

Mótið fór fram á golfvelli Lake Hefner golfklúbbsins í Oklahoma City í Oklahoma.  Mótið stóð dagana 7.-9. september 2014 og lauk í gær.

Theódór Emil lék samtals á 4 yfir pari, 212 höggum  (65 74 73) og átti m.a. glæsihring upp á 7 undir pari, 65 högg fyrsta mótsdag – hann lauk leik á besta skorinu í liði sínu!!!

Theodór hafnaði  í 6. sæti í mótinu og golflið Monticello varð í 7. sæti af 10 liðum, sem þátt tóku.

Næsta mót Theodórs Emils og háskólaliðs Monticello er Derral Foreman Classic, sem hefst 18. september n.k.

Til þess að sjá lokastöðu GAC Preview mótsins SMELLIÐ HÉR: