Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 07:30

Þórður Rafn varð í 13. sæti á Jamega Tour

Þórði Rafni Gissurarsyni, GR, gengur ekki bara vel á þýsku EPD mótaröðinni – nei hann komst líka í gegnum niðurskurð og varð í 13. sæti á hinni ensku Jamega mótaröð ásamt tveimur öðrum kylfingum (T-13).

Þórður Rafn lék samtals á 4 undir pari, 140 höggum (70 70).

Hann tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina sem hefst á Englandi í næstu viku.

Á facebook síðu sína skrifar Þórður Rafn m.a.: „„Veit hvað ég þarf að laga fyrir Evrópska Q school sem byrjar eftir viku. Vonandi nær maður að koma öllu í rétt stand fyrir það,“

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu 8. september á Jamega Tour SMELLIÐ HÉR: