Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2014 | 06:25

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik í 11. sæti í Mississippi

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, tóku þátt í The Sam Hall Intercollegiate, en mótið var fyrsta mótið á 2014-2015 keppnistímabilinu.

Mótið fór fram í Hattiesburg CC í Mississippi og þátttakendur voru 84.

Mótið stóð dagana 8.-9. september og lauk því í gær.

Haraldur Franklín lék á samtals 2 undir pari, 211 höggum (68 71 72).  Hann byrjaði með látum 1. daginn, lék á 3 undir pari, fékk 7 fugla og 4 skolla; 2. hringinn lék Haraldur Franklín á sléttu pari, fékk m.a. glæsiörn á upphafsholuna, 1 fugl og 2 skolla og lokahringinn lék Haraldur Franklín á 1 yfir pari; var með slæman skramba, 2 skolla og 3 fugla.

Haraldur lauk keppni í 11. sæti sem er glæsilegur árangur í upphafi keppnistímabilsins og besti árangurinn í liðinu. The Raging Cajuns, lið Haraldar varð  í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á The Sam Hall Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: