Johnny Miller: Sergio Garcia er „choker“
Sagt er að Johnny Miller, hafi hafið Ryder Cup „stríðið“ milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Miller, er í dag best þekktur sem golffréttaskýrandi aðallega á NBC en er auk þess tvöfaldur risamótsmeistari (vann Opna breska 1976 og Opna bandaríska 1973) og hefir sigrað 25 sinnum á PGA Tour. Honum finnst hann því vita eitt og annað um golf og er frægur fyrir að vera heldur hvassyrtur um ýmsa kylfinga í golfskýringum sínum.
Það nýjasta er að hann kallaði Sergio Garcia „choker“, en í raun er ekkert gott hugtak til yfir þetta hugtak á íslensku. Sögin „to choke“ á ensku þýðir á íslensku „að standa á öndinni“; „finnast maður vera að kafna“ eða „ná ekki andanum.“ Choker er sá sem chokar, á arfalélegri íslensku.
Miller kallaði Garcia „choker“ eftir að sá klúðraði 17. holunni á BMW Championship, sem er 3. mótið í FedEx Cup umspilinu, en það fór einmitt fram s.l. helgi.
Garcia fékk þrefaldan skolla á 17. holunni.
Í beinni útsendingu sagði Miller: „That is just a flat choke“ (Léleg þýðing: Þetta var bara hreint út sagt beint „choke“ (hjá Garcia)“)
„Tvö högg í röð – ég veit ekki hvað á sér stað þarna í hausnum á honum, en það vantar bara eitthvað þar. Virðist sem taugarnar (á honum) þoli ekki pressuna.“
Garcia lauk hringnum á 67 og lauk keppni jafn öðrum í 4. sæti. (Ekki slæmt – sama hvað Miller tuðar!!!)
Garcia var auðvitað ekki nógu ánægður með sig og sagði: „Þetta voru virkileg vonbrigði, en þetta bara gerist þegar maður er þreyttur.“
Garcia ætlar sér hins vegar að vera skarpur og frískur þegar hann mætir Bandaríkjamönnum í Rydernum og er ekki mikið að pirra sig á Miller!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
