GL: „Golf er bara leikur“ – Minningarmót um Önnu Rún Sigurrósardóttur – sunnudaginn 14. sept n.k.!!!
Golfmót til minningar um vinkonu okkar Önnu Rún Sigurrósardóttur sem lést 1. febrúar s.l. verður haldið á Garðavelli Akranesi 14. september.

Anna Rún (2. f.h.) ásamt holli sínu á Helenu Rubinstein mótinu upp á Skaga, 9. júlí 2011. Mynd: Golf 1
Ætlunin er að hittast og spila saman golf og minnast hennar Önnu Rúnar sem var okkur öllum svo kær. Anna Rún spilaði í gleði, hvernig sem viðraði.
Einkunnar orð hennar voru: Golf er bara leikur og við spilum í gleði. Við gerum eins.
Leikfyrirkomulag og verðlaun.
Punktakeppni , hámarksforgjöf 36 í einum flokki bæði karlar og konur.
Mótið hefst kl 10.00 og verður ræst þá út af öllum teigum samtímis. Mæting kl. 9,30. Ath: Skráning á rástíma er eingöngu til að skrá sig saman í holl.
Skráning á golf.is og líkur 13. september.
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin, og einnig fyrir besta skor án forgjafar. Þá verða nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins og dregið verður úr skorkortum .
Mótsgjald er kr. 5.500. Innifalið er súpa í mótslok í klúbbhúsinu, þar sem verðlaunaafhending fer fram
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
